Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir: LAUS STRAX!
***** Íbúðin er seld með fyrirvara *****
Falleg og vel skipulögð 151,7 ferm. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við Löngulínu 2 í Garðabæ.
Tvennar stórar svalir, í suður og norður. Að auki fylgja 2 sérmerkt bílastæði í bílgeymslu, og geymsla með millilofti.
Verið er að endurnýja klæðningu og einangrun hússins að utan og setja varanlega litaða klæðningu og á húsfélagið til fjármagn fyrir þeim framkvæmdum.
Nánari lýsing :
Forstofa : Mjög rúmgóð með stórum hvítum skáp með rennihurðum.
Eldhús : Opið og bjart eldhús með skúffueyju og barborði og innbyggðri uppþvottavél, flísar á milli skápa, steinborðplötur á öllu.
Stofa : Björt rúmgóð stofa með stórum gluggum og stórar svalir í norður.
Baðherbergi : Rúmgott flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Upphengt salerni og handklæðaofn, fín innrétting með steinborðplötu.
Þvottur : Sér þvottahús í íbúð með borði og vaski.
Herbergi 1 : Mjög rúmgott, 14 ferm., með hvítum skáp með rennihurðum.
Herbergi 2 : Enn stærra, 16 ferm., með hvítum skáp með rennihurðum.
Herbergi 3 : Stærst, 18,3 ferm. með stórum hvítum skáp með rennihurðum og útgengt út á svalir í suður.
Geymsla : 6,9 fm. sérgeymsla á sömu hæð og bílgeymsla, milliloft í geymslu.
Gólfefni : Á allri íbúðinni er viðarparket, en flísar á votrýmum. Sér á parketi í aðalherbergi.
Hitun : Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Gluggar : Allir gluggar eru ál/tré gluggar með loftræstiraufum.
Bílgeymsla : Tvö stæði nr. 22 og 54.
Björt og mjög rúmgóð eign í Sjálandshverfinu. Við hliðina á Sjálandsskóla og er leikskólinn Sjáland rétt hjá. Ylströnd í hverfinu.
Í Sjálandsskóla er einnig Alþjóðaskólinn sem er alþjóðlegur grunnskóli.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ottó, lögg. fasteignasali gsm. 620 4050 otto@lokaleignir.is
Inga María, lögg. fasteignasali gsm: 620 4040 inga@lokaleignir.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.000,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Lántökugjald lánveitanda, skv. verðskrá, oft 40-70 þúsund.