Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir:
**** Íbúðin er seld með fyrirvara ****
Vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Andrésbrunn 5 í Grafarholti ásamt miðjustæði í 3ja stæða bílageymslu.
Íbúðin er samtals 93,6 ferm. ásamt geymslu. 2 fín herbergi. Svalir í suður. Stutt í grunn- og leikskóla.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með parket á gólfi og stórum skáp með innbyggðri lýsingu og rennihurðum. Einnig skóskápur.
Þvottahús: Sér inn af forstofu með flísum á gólfi. Borðplata og efri skápar. Snúrur.
Eldhús: Innrétting á tvo vegu, flísar á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél fylgir. Parket á gólfi. Útsýni til Esjunnar.
Barnaherb : Parket og skápur.
Hjónaherb : Stærra herb. með parketi og skáp.
Baðherb: Flísalagt með sturtu í baðkari og upphengdu salerni, nett innrétting.
Stofa og borðstofa: Bjart rými með parket á gólfi og glugga í suður, útgengt á suðursvalir.
Geymsla: Sér geymsla á 1 hæð.
Bílageymsla: Miðjustæði í 3 stæða bílageymslu.
Gólfefni íbúðar eru parket og flísar.
Stutt er upp að Reynisvatni og í fallegar gönguleiðir í nágrenninu.
Stutt í alla helstu þjónustu í Grafarholti, göngufæri í Ingunnarskóla og Sæmundarskóla.
Leikskólar meðal annars Maríuborg, Reynisholt og Geislabaugur.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ottó, lögg. fasteignasali gsm. 620 4050 otto@lokaleignir.is
Inga María, lögg. fasteignasali gsm: 620 4040 inga@lokaleignir.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.000,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Lántökugjald lánveitanda, skv. verðskrá, oft 40-70 þúsund.