Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir:
Mjög glæsilegt 293,5 fm. einbýlishús á einni hæð, innst í botnlanga við Spóahöfða 19 í Mosfellsbæ. 4 svefnherbergi, sjónvarpsstofa, borðstofa og tvær aðliggjandi stofur.
Fallega teiknað hús eftir Kjartan Sveinsson, rétt við golfvöllinn Hlíðavöll. Sérhannaður garður sem fékk verðlaun árið 2006.
Núverandi eigendur byggðu húsið. Öryggiskerfi fylgir húsinu.
Lóðin er öll afgirt. Stórt yfirbyggt anddyri.
Nánari lýsing :
Forstofa : Mjög stór, með skóskáp og stórum fataskáp, gólfhiti. Skreyttir gluggar.
Gestasnyrting: Innaf forstofu, flísalögð með upphengdu salerni, góðri innréttingu og stórri sturtu.
Hol : Innaf forstofu er rúmgott hol með opnum arni.
Sjónvarps herb: 2 þrep niður í rúmgott rými sem er opið fram í holið.
Stofur: Tvöföld dagstofa er í húsinu og stór og rúmgóð borðstofa. Útgengt út í garð frá borðstofu.
Eldhús: Stórt og vel búið eldhús er í húsinu og rúmgóður borðkrókur með stórum bogadregnum glugga.
Aðalherbergi: Mjög rúmt með stórum skáp.
Herb. I: Stórt með útbyggðum glugga.
Herb. II: Stórt með skáp.
Herb. III: Stórt með skáp
Baðherbergi: Mjög stórt með góðri innréttingu, sturtuklefa og stóru nuddbaðkari, upphengt salerni og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf. Mjög fallega skreyttir gluggar, gólfhiti.
Þvottahús: Innaf eldhúsi með stórum búrskáp. Útgegnt út á sólríkan og skjólgóðan stóran pall, gert ráð fyrir heitum potti.
Bílskúr: Tvöfaldur bílskúr með flísum á gólfi. Stór hvít innrétting. Gönguhurð við anddyri.
Skrautlistar eru í lofti í stofum, holi, sjónvarpsrými og aðalbaðherbergi sem setur mjög skemmtilegan svip á rýmin. Mikið af innfelldri lýsingu.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr maghony við og innihurðir sérlega glæsilegar. Gólfefni eru flísar og gegnheilt merbau parket og háir gólflistar.
Húsið er staðsteypt og með steyptum þakkanti. Einangrað að innan og múrað. Allir milliveggir hlaðnir og pússaðir, loftplata steypt. Lofthæð 2,65 m.
Mynstursteyptar stéttar með hitalögnum.
Úr stofu er útsýni í átt til Reykjavíkur og út á sjó. Fallegur garður og falleg girðing í kring.
Mjög vönduð eign og glæsileg. Rétt við skóla, leikskóla, líkamsrækt og sundlaug.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ottó, lögg. fasteignasali gsm. 620 4050 otto@lokaleignir.is
Inga María, lögg. fasteignasali gsm: 620 4040 inga@lokaleignir.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.000,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Ef um nýtt lán er að ræða greiðist 0,0% stimpilgjald af höfuðstóli bréfsins.