Blikahöfði SELD 7, Mosfellsbær
Tilboð
Fjölbýlishús
3 herb.
104,5 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1998
Brunabótamat
30.980.000
Fasteignamat
36.600.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin Sækja PDF

Lýsing


Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir: 

Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr í mjög fallegu húsi við Blikahöfða 7 í Mosfellsbæ. Ath. skv. teikningum er íbúðin 2ja herb.
Íbúð 76,9 ferm. og bílskúr 27,6 ferm. Samtals 104,5 ferm. 
Frábær staðsetning, göngufæri við leik- og grunnskóla, sundlaug, World Class og golfvöll.
LAUS STRAX!

Smelltu hér til að fá söluyfirlit!


Nánari lýsing:

Forstofa: Flísar á gólfi með skáp og fatahengi.
Hol: Skápur og parket á gólfi.
Stofa: Björt stofa með stórum gluggum í vestur, parket á gólfi og útgengt út á rúmgóðar flísalagðar vestursvalir.
Eldhús: Með mjög vel með farinni upprunalegri innréttingu á tvo vegu. Tengi fyrir uppþvottavél.
Aðalherbergi:  Rúmgott með stórum skáp. Parket á gólfi.
Herbergi II: Rúmgott herbergi með skáp. Parket á gólfi (er eldhús á teikningu).
Baðherbergi og þvottur: Allt flísalagt með fínni innréttingu og sturtuklefa. Tengi fyrir þvottavél.
Geymsla: Sér geymsla í sameign á jarðhæð.
Bílskúr: Fimmti frá hægri í 8 skúra lengju, með góðu millilofti. Rafknúinn hurðaopnari. Heitt og kalt vatn. Vaskur.

Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð. Útgengt út í sameiginlegan garð. 

Ath. skv. teikningum er íbúðin 2ja herbergja en eldhús hefur verið fært í sjónvarpshol skv. teikningu og er herbergi þar sem eldhús var áður.

Mjög fallegt og vel viðhaldið hús á góðum stað í Mosfellsbæ. Húsið var málað og skipt út plötum í sameign og svölum árin 2017 og 2018.
Göngufæri við Lágafellsskóla og leikskólann Hulduberg, World Class, sundlaug og golfvöll.


Allar nánari upplýsingar veita: 
Inga María, lögg. fasteignasali    gsm: 620 4040    inga@lokaleignir.is
Ottó, lögg. fasteignasali             gsm. 620 4050     otto@lokaleignir.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Lántökugjald lánveitanda, skv. verðskrá, oft 40-70 þúsund.

Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Inga María Ottósdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðsk.fr.