Breiðakur 21, Garðabær
Tilboð
Raðhús
6 herb.
213 m2
Tilboð
Stofur
2
Herbergi
6
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2007
Brunabótamat
70.330.000
Fasteignamat
84.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin Sækja PDF

Lýsing


Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir:

**** Húsið er selt með fyrirvara ****


Mjög vel skipulagt og bjart 6 herb. endaraðhús á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið stendur innst í botnlanga með glæsilegu útsýni yfir Garðabæinn og út á sjó og Álftanes. Samtals 213,0 ferm. 4 svefnherbergi (möguleiki að búa til 1 í viðbót). Innangengt í bílskúr. Hátt til lofts með innfelldri lýsingu og Instabus ljósastýringu. Stór sólpallur í austur og suður og hellulagt plan með hita fyrir framan hús.

Á neðri hæð er forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, sjónvarpsstofa, gestasnyrting, opin geymsla og bílskúr.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, aðalbaðherbergi, baðherbergi innaf hjónaherbergi og þvottahús.
Gengið út á tvennar svalir, í austur og vestur. Eignarlóð (engin lóðarleiga).

Smelltu hér til að fá sækja söluyfirlit!

Nánari lýsing:

Neðri hæð :

Forstofa : Innbyggður skápur og fatahengi. Flísar á gólfi. Gert ráð fyrir rennihurð.
Eldhús : Hvít innrétting frá InnX. Flísalagt milli innréttinga. Gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp og uppþvottavél. Flísar á gólfi. Opið inn í borðstofu. Stórir gluggar með útsýni út á Álftanes.
Stofa og borðstofa : Saman í rúmgóðu opnu rými. Gengið á tveimur stöðum út á stóran sólpall í austur og suður.
Sjónvarpsstofa : Inn af stofu. Stór gluggi. Auðvelt að breyta í herbergi.
Gestsnyrting : Upphengt salerni. Flísar á gólfi.
Geymsla: Rúmgóð 10,5 ferm. opin geymsla. Parket á gólfi. 
Bílskúr : Innangengt frá geymslu. Rafmagnsopnari. Málað gólf.
Stigi : Flíslagður með bráðabirgða handriði. 

Efri hæð : 
Mjög hátt til lofts í skála þegar komið er upp á efri hæð, með miklum gluggum. Gengið á tveimur stöðum út á svalir til austurs og vesturs.
Herbergi 1 (aðalherbergi): Mjög rúmgott herbergi með miklum skápum með pláss fyrir sjónvarp. Baðherbergi innaf hjónaherbergi. Flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni og sturta. Fín innrétting. Handklæðaofn.
Herbergi 2 : Rúmgott 11,4 ferm. herbergi með skáp.
Herbergi 3 : Rúmgott 10,2 ferm. herbergi með skáp.
Herbergi 4 : Rúmgott 10,2 ferm. herbergi með skáp. 
Baðherbergi : Flísalagt í hólf og gólf. Sturta í kari. Upphengt salerni og handklæðaofn. 
Þvottahús : Hvít innrétting og tæki í vinnuhæð.

Í húsinu er Instabus ljósastýringakerfi. Gólfhiti er í öllu húsinu en eftir að setja upp hitastýringuna (stjórnað frá bílskúr). Hægt að bæta við öryggiskerfi (lagt fyrir slíku). 

Leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli í göngufæri. Stutt í verslun, bakarí og alla aðra þjónustu.  

Fasteigamat næsta árs: 90.400.000.

Allar nánari upplýsingar veita: 
Ottó, lögg. fasteignasali             gsm. 620-4050    otto@lokaleignir.is
Inga María, lögg. fasteignasali    gsm: 620-4040    inga@lokaleignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Lántökugjald lánastofnunar, oftast 40-70 þúsund.
Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Inga María Ottósdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðsk.fr.