Traðarberg 17, Hafnarfjörður
Tilboð
Parhús
4 herb.
206,6 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1989
Brunabótamat
68.650.000
Fasteignamat
69.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin Sækja PDF

Lýsing


Lókal Eignir fasteignasala s. 469 4040 kynnir: 

** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **

Glæsilegt og vel skipulagt 4ra herb. parhús á tveimur hæðum í Setbergslandinu í Hafnarfirði. Samtals 206,6 ferm. Mjög h
átt til lofts á efri hæð með innfelldri lýsingu og stórum þakglugga. Hellulagt plan með hita fyrir framan hús. Sólpallur fyrir framan hús í vestur. Mjög vel staðsett, Setbergsskóli örstutt frá sem og leikskólinn Hlíðarberg.


Smelltu hér til að sækja söluyfirlit!

Neðri hæð :

Forstofa : Mjög rúmgóð og opin inn í hol. Stór skápur. Parket á gólfi. 
Herbergi I : Rúmgott með skáp og parket á gólfi (nýtt sem hjónaherbergi). Stein sólbekkur.
Herbergi II : Rúmgott með parket á gólfi. Stein sólbekkur, og fallegur útbyggður gluggi.
Baðherbergi : Skiptist í snyrtingu með innréttingu og baðherbergi innaf, flísalagt með upphengdu salerni og gólfsturtu.
Þvottahús og geymsla :  Mjög rúmgott með stórri innréttingu. Vaskur. Útgengt upp tröppur út í garð bak við hús.
Stigi : Bjartur sérsmíðaður með stórum þakglugga. Sérsmíðað handrið með hillum og skáp. Parket á þrepum.
Bílskúr : Rúmgóður með parket á gólfi. Nýttur sem geymsla og herbergi. Rafdrifinn opnari á hurð. 

Efri hæð :
Stofa og borðstofa : Í björtu og stóru opnu rými með stórum glugga. Hátt til lofts með innfelldri lýsingu og þakglugga. Parket á gólfum. Sérsmíðaðar hillur og skápur við stiga fylgir. Gengið út á svalir í vestur. 
Eldhús : Mjög fallegt sérhannað opið eldhús með eldhúseyju. Steinborðplötur í öllu eldhúsinu. Eldhúsháfi haldið uppi með sterklegum stálbitum. Sérsmíðaðir fallegir skápar. Stór borðkrókur við útbyggðan glugga. Hátt til lofts með innfeldri lýsingu. Tvöfaldur ísskápur fylgir með.
Herbergi III : Rúmgott með stórum skáp, parket á gólfi. Steinsólbekkur. Hátt til lofts. Á teikningu skráð sem hjónaherbergi.
Aðal baðherbergi: Rúmgott með baðkari og flísalagt á mjög sérstakan hátt með hallandi hvítum og svörtum flísum.
Fín innrétting og handklæðaofn. Tveir opnanlegir gluggar.

Mjög vel staðsett hús í Setbergslandinu. Göngufæri í grunn- og leikskóla og stutt í alla aðra þjónustu.
Ofnahitun er í húsinu. Húsið er einangrað og múrað að innan og hraunað og málað að utan.


Fasteignamat næsta árs er 75.400.000,-

Allar nánari upplýsingar veita: 
Ottó, lögg. fasteignasali             gsm. 620-4050    otto@lokaleignir.is
Inga María, lögg. fasteignasali    gsm: 620-4040    inga@lokaleignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, 0,8% af fasteignamati eignar (0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6%).
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500,- af hverju skjali (kaupsamningur, skuldabréf, afsal, o.s.frv.).
3. Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
4. Lántökugjald lánastofnunar, oftast 40-70 þúsund.
Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Inga María Ottósdóttir
Löggiltur fasteignasali / Viðsk.fr.