Verðskrá

VERÐSKRÁ
- gildir frá 1.9.2018 -
 
Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi og gildir nema að um annað hafi verið samið. Fjárhæðir eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.
 
Kostnaður seljanda:
* Söluþóknun eignar í einkasölu er 2,2% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en 450.000,- auk vsk. Gerum einnig tilboð í söluþóknun.
* Söluþóknun eignar í almennri sölu er 2,7% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en 550.000,- auk vsk.
* Söluþóknun byggingalóða er kr. 450.000,- auk vsk.
* Söluþóknun sumarhúsa er 2,7% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en kr. 550.000,- auk vsk.
* Fast gjald, gagnaöflunargjald, kr. 30.000,- auk vsk. vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.
* Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.


* Innifalið í söluþóknun er: Myndataka, löggiltur fasteignasali annast sýningu eignarinnar og halda opin hús eins og þurfa þykir.

* Söluverðmat er án endurgjalds. Bankaverðmat kr. 28.000,- auk vsk.


Kostnaður kaupanda:
* Fast gjald, umsýslugjald kr. 50.000,- auk vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.